Piparkökurnar eru eins og þær eru. Aldrei fyrr hefur jólaskapið verið skreytendum fjær, svo nærri jólum.
Hér gefur að líta skapvonda offitusjúklinga, sundursagaðan auðmann, bankafulltrúa illskunnar, fjölmiðlavesaling, anarkistakellingu, Svölu Bjö (veit ekki af hverju hún kom, sénsinn að ég nenni að skilja það), afhausaðan kalkún, jólasvein sem heyrir raddir, gallblöðru Geirs Hilmars og rassinn á Ingibjörgu Sólrúnu í g-streng. Hjalti skreytti svo eina hjartakökuna með stóru, feitu dollaramerki og sagði að það væri tákn jólanna. Gat skeð að barninu dytti ekki fokkings IKR í hug.
Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf, ekki skrifa á eitt einasta jólakort, ekki extra einn einasta skáp (ég er svo fyndin), ekki kaupa eitt einasta jólatré og ekki finna fyrir einni einustu furunál af hátíðarspenningi.
Annars er það helst að frétta að ég á einstaklega góða að og fyrir það skal ég vera þakklát og hleypa örlítilli birtu inn í brjóstholið. Skárra væri það nú.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli