Eitt andartak hélt ég að hér væri á ferð enn ein fréttin um krónuna sem riðar til falls.
Tryggingarnar mínar hækka um 45 þúsund kall milli ára, er það eðlilegt? Er eitthvert tryggingafélag öðru betra - á ég að tala við elisabet.is, hefur einhver reynslu af því? Hvaða banki er minnst djöfullegur? Á maður að reyna að láta Íbúðalánasjóð yfirtaka helvítis bankalánið?
Legg til að einhverjir af þessum teinóttu, vatnsgreiddu (atvinnulausu) bankamönnum og peningaundrabörnum setji upp fjármálaráðgjöf fyrir sauði eins og mig. Fjárhirðarnir mega mín vegna vera í gulum bol, hvítum íþróttasokkum og grænum apaskinnsbuxum við vinnuna. Svona er ég umburðarlynd.
En að skrimta á þessu skítaskeri verður ekki auðveld skemmtun á næstunni. Vitna mér til hugarhægðar í Þórdísi: Fokk, fokk, fokk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli