
Frá blautu barnsbeini hef ég undrast stórum hvers vegna fólk borgar hvítuna úr augunum fyrir vanlíðan steypta í postulín, einhverjar Bing og Crosby* snobbstyttur af ómálga börnum sem engjast um af sársauka. Verkin um verkinn bera dúlluleg nöfn: tannpína, magapína, höfuðverkur, eyrnaverkur. Já, hver hefur ekki lent í því að hlæja góðlátlega að eyrnaverk barnsins síns?
Væri sjálf spenntari fyrir svona styttum af ráðherralufsum, auðmannavesalingum og teinóttum smjörkúkum.



*jájájá, ég veit alveg að þetta er ekki Bing og Crosby, heldur Bang & Olufsen, eða var það Hviss & Bæng?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli