mánudagur, janúar 21, 2008

Viðeigandi klæðnaður

Ef ég væri stjórnmálamaður í fatakaupum mundi ég gæta þess vandlega að hafa plötu í bakstykkinu, eins og er í mótorhjólajökkum. Rífandi sala í hnífasettum hjá Brynju á Laugavegi.

Minnir mig á málsgrein sem ég las í handbókinni Leiðin til að vinna hylli karlmanna (gefin út á sjötta áratugnum):

Ef þér hafið ljótt nef má bægja athyglinni frá því með viðeigandi snyrtingu og hatti.

Engin ummæli: