
Eitt vekur furðu mína. Af hverju eru stólarnir í settinu svona stórir? Er það til að fólk sýnist grennra? Eða vandamálin stærri?
Svo hef ég verið að velta fyrir mér öðru máli sem e.t.v. ætti erindi í stóran stól. Er einhver stefna í byggingarmálum á þessu landi? Er svæðið í kringum Smáralind svona ljótt og óaðlaðandi af því að einhver skipulagði það þannig? Getur sá sem ábyrgur er fyrir þeim hroða ekki skipulagt sig út úr skipulagsstörfum?
Auk þess legg ég til að fólk hlusti á Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Silfri Egils. Sá maður veit sínu viti. Hlakka til að sjá þættina hans.
Baun vill að beitt verði skyndifriðun á heilbrigða skynsemi. Sú stefna að láta verktaka stjórna byggingarstefnu heils lands er hvorki heilbrigð né skynsamleg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli