fimmtudagur, október 12, 2006

Útburðarvæl

Langar að væla aðeins yfir blaða- og fjölpóstútburði. Alls konar fólk hamast við að bera blöð inn í húsið mitt sem ég verð svo að bera út aftur. Og þau eru mörg en ég er ein. Og einhent í þokkabót.

Svo langar mig líka að vola smá yfir þessu. Ég er nebbla búin að vera að háma og gáma í mig "himneskar" döðlur sl. daga. Hvað í fjáranum eru mítlur?

Engin ummæli: