mánudagur, október 30, 2006

Frá tá og niðurúr

Síðan síðast hefur margt á daga mína drifið.

- keypti skó á 700 krónur
- drakk allt of mikið hvítvín á netaverkstæði
- var veislustjóri í fimmtugsafmæli og dansaði eins og vitleysingur (í skónum sem kostuðu 350 kr. stykkið)
- sór þess eið að hætta að drekka (eins og ég geri alltaf í þynnku)
- ruglaðist á bræðrum
- var nöguð af forvitnum hestum
- lærði að búa til sushi
- kláraði að horfa á fyrstu seríuna af 24, en það hefur verið samvinnuverkefni okkar Matta miðbarns (mér fannst endirinn voða sorglegur)

Sagði enga formlega "brandara" sem veislustjóri (bullaði bara uppúr mér), en ætla að birta hér smotterí sem ég var látin lesa upp í annarri veislu um daginn.

Úr sjúkraskýrslum
- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn, en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu
- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig árið 2003
- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið
- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niðurúr
- Sjúklingur hefur skilið hvítu blóðkornin eftir á öðrum spítala
- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn

Engin ummæli: