sunnudagur, október 15, 2006

Ofur venjulegt fólk

Fór í afmælisveislu í gærkvöldi. Meðal gesta var fullt af fólki sem hangir á netinu allan sólarhringinn. Sem sagt ofur venjulegt fólk. Ekkert markvert gerðist. Um tíðindaleysi samkomunnar má lesa á síðu afmælisbarnsins.





Ætla purkunarlaust að viðra hér sjálfhverfuna. Svona er baunin þegar hún fer út á lífið. Hófsöm og látlaus. Dálítið wild en snyrtimennskan þó í fyrirrúmi, eins og skáldið sagði.

Svo langar mig að plögga frábært leikrit. Systur eftir Þórunni Guðmundsdóttur, sýnt í Möguleikhúsinu við Hlemm. Stórgóð sýning, skemmti mér konunglega yfir kvikindislegum húmornum sem vellur og bullar alls staðar þar sem dr. Tóta kemur við sögu. Hún er einn af þessum óbermislegu snillingum sem ég tel til vina minna. Mögnuð kona, magnað leikrit.

Engin ummæli: