sunnudagur, október 22, 2006

Svona fá þeir syndagjöldin...

sem eru að göltrast úti á kvöldin. Ég er þunn. Eins og vitur kona mælti forðum (það var ég), ber manni ekki á líta á þynnku sem vandamál heldur verkefni.

Var á grímuballi í gær. Geggjað stuð, flottir búningar og frábært band sem heitir Bambínós (allir tónlistarmennirnir eru barnalæknar). Ballið var skipulagt af félagsskap últra-fagurra kvenna sem kalla sig Taumlausar teygjur. Þær höfðu fjárfest í flugfreyjubúningum (á Rómantík.is) og pósuðu sem aeró-portkonur. Vitið þið hvað svona búningur (kjóll úr teygjuefni og kaskeiti) kostar? 12 þúsund krónur! Ekki gefið að vera glyðrulegur nú til dags.

Engin ummæli: