miðvikudagur, mars 05, 2008

Þung í sjón

Fór um daginn með eldri syninum í gleraugnabúð að velja umgjörð. Fyrir utan fegurð og gáfur erfði hann ofurnærsýni frá móður sinni. Fundum ágætar brillur sem hann bíður nú eftir að tylla á sitt menntskælingsnef. Mikið hefur jarðarbúum farið fram í gleraugnagerð frá því ég var ung. Gramsaði í gleraugnasafninu mínu og fann æði mörg ósmekkleg, óþénug, níðþung og forljót pör.
Þar sem ég er huguð í meira lagi ákvað ég að sýna ykkur eitt parið á mynd. Já, ég gekk með þessi gleraugu í fornöld og ekki léttist nokkuð þungt mannshöfuð við slíkt.

Leiseraðgerðin var gæfuspor.

Engin ummæli: