Fermingarveislur eru undarleg fyrirbæri. Verð að játa að yfirleitt er ég ekkert ofsa glöð þegar mér er boðið í slíkar veislur. Fyrstu viðbrögðin jafnvel svona "ooohhh". Það er svo margt ómögulegt við mig, get verið mikill félagsskítur, finnst yfirborðslegt snakk fremur treg skemmtun, er lítið fyrir fjölmenni og pottþétt engin veisludrottning.
Hins vegar finnst mér oftast ágætt í veislunni sjálfri, svona þegar ég er mætt á svæðið. Held mig þá gjarnan með "mínu fólki", enda ættingjar mínir upp til hópa fallegt og gott fólk. Finnst líka sérstaklega gaman að sjá hvað börnin spretta og blómstra. Og það er eitthvað við það að sitja þröngt með ættmennum sínum og raða í sig rjómatertum og kransakökubitum.
Af hverju er ég þá að mikla þetta fyrir mér? Þjáist trúlega af veislukvíðaþroskaröskun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli