föstudagur, mars 21, 2008

Kveðja

Magnað hvað maður finnur sterkt fyrir ást sinni þegar maður fer í ferðalag. Kvaddi börnin mín, knúsaði stelpuskottið og Matta minn fast og lengi en varð að láta símtal duga til að kveðja þann yngsta, enda er Hjalti í sumarbústað með vini sínum og hljómaði rogginn og sæll. Finnst svo mikilvægt að kveðja ástvini almennilega, einhver tregapúki í maganum sem hvíslar því að manni.

Börnin eru gleði mín, og gleði mín börnin.

Svo á kærastinn auðvitað smá part í hjartanu en það ætla ég að segja honum sjálf.

Engin ummæli: