Næturblogg. Er ekkert syfjuð. Svo margt sem mér liggur á hjarta og vildi gjarnan dæla út í nóvembernóttina. En það geri ég ekki.
Matti minn er að læra á bíl. Það fyllir mig bæði kvíða og stolti, svo einkennilegur þessi sæti tregi sem fylgir því að sjá börnin vaxa úr grasi. Ég á eitt barn í háskóla, eitt í menntaskóla og eitt í grunnskóla. Tíminn er blekking. Börn eru raunveruleg. Maður blikkar auga og barnið er farið að ganga...í háskóla.
Einu sinni heyrði ég að sumir þjóðflokkar líti á liðna tíð, fortíðina, svipað og land sem liggur fyrir framan þá, því þeir sjá fortíðina, þekkja hana. Framtíðin er það sem þeir sjá ekki og er því fyrir aftan þá. Við Vesturlandabúar tölum um liðna tíð að baki, eitthvað sem er fyrir aftan okkur. Fyrir framan okkur er fram-tíðin og við göngum í átt til hennar, lítum dálítið á tímann eins og veg sem við göngum eftir. Framtíðin er okkur auðvitað hulin, en þangað þrömmum við. Þekkjum fortíðina en hún er að baki. Best ættum við að þekkja núið.
Nú er ég að verða svo syfjuð. Ætla að henda inn þremur tilvitnunum. Það lá að, einhver pælt í tímanum á undan mér. Hei, ef hann var á undan mér ætti hann þá ekki að vera fyrir framan mig? Hmmm....þá passar vegalíkingin ekki, fortíðin er að baki ekki fyrir framan. Æ, já. *geisp*
God made the world round so we would never be able to see too far down the road. Isak Dinesen.
I look to the future because that´s where I am going to spend the rest of my life. George Burns.
Time flies like an arrow. Fruit flies like a banana. Groucho Marx.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli