
Í gærkvöld þá opnaðist mér sýn inn í Nintendoland. Ég spilaði tölvuleik við son minn. Í leiknum var ég bleikur kúlukall, sem mér skilst að heiti Kirby. Ég kýldi prinsessur, barði risaeðlur með hamri, sprengdi ítalska pípulagningamenn og gleypti furðuskepnur. Breyttist stundum í stálkall og dó margoft. Þurfti að læra á marga takka, en þetta var já, fjandinn hafi það, bara skemmtilegt.
Mín tilfinning er sú að karlmenn séu almennt jákvæðari í garð tölvuleikja en konur. Frá því fyrsti stýripinninn leit dagsins ljós hafa fingur karlmannsins leitað snertingar við hann. Stýripinninn er karlmennskan plasti klædd.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli