þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Hamingja, lífrænt ræktuð

Var að koma ofan af Akrafjalli. Magnað útsýnisfjall og frábær ganga upp á Geirmundartind (þar sem allir komust í fagurt samband við sína innri sveiflu). Er dauðlúin og var ekki kát yfir umferðartöfunum við húsið mitt (bý í Laugardalnum) - það voru skrilljón bílar að troðast hér í köku og umferðin silaðist með hraða snigils á valíum. Já, ok, einhver leikur var að klárast, fjárans fótbolti held ég.

Fékk boð um að fljúga með Ómari sjálfum að Kringilsárrana í fyrramálið. Þangað hefur mig lengi langað að komast. Varð að segja nei, takk - hef ekki efni á svona ævintýri. Því miður.

En mér er sama. Hamingjan er lífrænt ræktuð og eflist við fjallgöngur.

Engin ummæli: