sunnudagur, ágúst 13, 2006

Eftir ömurlegasta gærdag ever...

getur lífið ekki annað en batnað. Ég bíð átekta.

Úrslit úr bústkeppni eru ljós. Það var heilmikið verk að smakka en mjög skemmtilegt. Besta bústuppskriftin kom frá Simma. Hún er svona:

klaki eftir smekk - því meiri því kaldari
bjúgaldin
frosin ber t.d. jarðarber, brómber, berjablanda - svona það sem finnst í frystihólfinu
perur
epli
kiwi
ferskt engifer
skyr
ávaxtasafi að eigin vali ca. 100-150 ml

Uppskriftirnar frá Krúttlu og Lindublindu voru líka alveg frábærar:) En, allir þessir ávextir og engiferið bara gerði útslagið. Simmi, til hamingju, þín bíða nú verðlaunin, tvær skífur með hrútleiðinlegri tónlist David´s Gray (geta farið í leiðinlegalagasafnið).

Annars vantar mig annað núna. Það er búið að sparka svo fast í mig að mig vantar Egóbúst. Einhver?

Engin ummæli: