þriðjudagur, ágúst 29, 2006

Enn af hjálpartækjum og of lítil ofdrykkja

Sáuð þið Ísland í dag í kvöld? Kíkið endilega á fyrsta viðtalið hjá þeim. Sorrí NFS, þetta eru gamlar fréttir, þið lásuð það fyrst hér (sjá 11. og 17. júlí).

Mér fannst sjúklega gaman að sjá Al sjálfan (alias Jón Kr. öryrki með góðan skammt af sjálfsbjargarviðleitni).

Svo er annað. Hef komist að því að ég er skemmtanaskert. Þekki engar knæpur, kann ekkert á næturlíf, er illa að mér um drykkjusiði borgarbúa. Hef ekki ælt af ofdrykkju síðan ég var unglingur. Þetta gengur ekki lengur. Á föstudaginn ætla ég því í vísindalegan barleiðangur. Þið, ágætu lesendur, megið gjarnan koma með og imponera mig með umfangsmikilli þekkingu ykkar á knæpum og drykkjarholum. Hittumst á B5 um kl. 21:30.

Engin ummæli: