laugardagur, apríl 22, 2006

Skammstafanahorn Baunar - fyrsti hluti

Stundum spjalla ég við meint fólk á MSN. Fer í panik ef fleiri en einn hefur samband við mig í einu. Dóttirin hlær að aldraðri móður sinni. Oft sé ég skammstafanir sem ég skil ekki. Hvað þýðir ROFL?

Til hægðarauka (allbran) höfum við Ásta búið til þénugar skammstafanir og ætla ég í framtíðinni að nota þær til að hefna mín á þessum meintu manneskjum sem ég tala stundum við á MSN. Bara þeim sem skammrita mikið.

ML=mér leiðist
MLSB=mér leiðist, segðu brandara
RÚH=rifna úr hlátri
ÚG=(er að) útsetja gimbilinn
DB=(er að) dansa ballet (smá hlé)
KAVS=kem að vörmu spori (brb)
VV=við veginn (btw)
ÞEK=þú ert kjáni
MÞEK=mamma þín er kjáni
VAP=varstu að prumpa?

(Sáuð þið myndina af Ástu í Fréttablaðinu í dag? Ég setti stelpuna á stóran rauðan bolta og smellti af).

Engin ummæli: