mánudagur, apríl 10, 2006

Litli lífskúnstnerinn minn

Sigurskáldið 2006 er ljóðasamkeppni ungs fólks á vegum Eddu útgáfu.

Dóttir mín, Ásta Heiðrún, var að fá upphringingu núna rétt áðan um að hennar ljóð hefði komist áfram í samkeppninni. Aðeins 8 ljóð af 400 voru valin.

Ljóðið verður birt 18. apríl í Fréttablaðinu, ásamt mynd af stúlkunni. Síðar verður svo símakosning um besta ljóðið.

Félagar. Bræður mínir og systur. Skora á ykkur að gefa stelpukorninu atkvæði...fyrir kvæðið.

Engin ummæli: