miðvikudagur, mars 08, 2006

Móðir-faðir-vor

Móðir góðrar vinkonu minnar heitir Þura. Eitt sinn hlustaði hún á Auði Eir byrja "faðirvorið" á þessum orðum: móðir-faðir-vor. Þá varð til hjá Þuru þessi staka:

Geturðu hugsað þér guð þinn nú
og gjört þína bæn á meðan,
með brjóstin stinn sem bústin frú
og besefann að neðan.

Kannski bara best að hefja faðirvorið á orðum saklauss barns, sem hóf bænagjörðina á að segja "það er vor".

Engin ummæli: