mánudagur, mars 13, 2006

Blús og bömmer

Eftir að hristast alla helgina vegna framkvæmdagleði nágrannanna mætti ég í vinnu vongóð um betri vist þar og smá næði. En þá fyrst tók steininn úr. Vinnufélagar mínir voru næstum allir í arfavondu skapi. Þusuðu um yfirvofandi kreppu, fuglaflensu, verðbólgu, gyllinæð, heimska stjórnmálamenn, óþarfar nafnabreytingar á bönkum - og svo er að sjálfsögðu allt fjölmiðlunum að kenna. Svo var volað yfir skilum á skattaskýrslu og ársskýrslu. Og þar lenti ég í súpunni, því ég er svo óheppin að vera í sk. ársskýrslunefnd og þarf að moða þessu plaggi saman. Og er þar að auki í vefsíðunefnd. Yfir mig dynja aðfinnslur og kvartanir og enginn segir neitt þegar vel er gert. Hrmpf! Held ég geti allt eins fengið mér vinnu hjá skattinum. Eða orðið stöðumælavörður. Eða múrbrotsmaður. Mörg þessi vanþakklátu störf.

Ofboðslega hafa menn yfirdrifna nöldurþörf suma daga.

Aaaahhhh, en nú líður mér betur fyrst ég er búin að tuða í ykkur. Takk elskurnar:D

Engin ummæli: