miðvikudagur, mars 29, 2006

Maulaði

samloku með róstbíffi og remúlaði og hlustaði samtímis á fyrirlestur geðlæknis um tengslamyndun hvítvoðunga við mæður sínar. Eftir því sem leið á fyrirlesturinn og saxaðist á samlokuna seig ég dýpra og dýpra niður í sæti mitt. Þema fyrirlestursins var að allt sem aflaga getur farið hjá einstaklingi sé móðurinni að kenna. Þungmelt fræði og fæði.

Og ég sem lét yngsta minn gráta sig í svefn til að kenna honum að sofna einn. Og hann grét og grét af einbeittri þrjósku (úr föðurættinnni). Enda kýs hann gjarnan að ganga um berfættur á öðrum fæti (sokkur á hinum) og myndar sín bestu tengsl við Randa. Sem er dverghamstur.

Engin ummæli: