sunnudagur, mars 05, 2006

Kuldi og fálæti

Fór í bíó að sjá Blóðbönd. Frábær mynd. Fjallar um karlmann sem getur ekki tjáð vanlíðan sína og flýr erfiðleika. Karlmann sem vill hafa allt slétt og fellt á yfirborðinu, drekkur og heldur framhjá í stað þess að horfast í augu við vandamálin. Reyndar fannst mér hegðun eiginkonunnar ekkert skárri. En aðalsöguhetja myndarinnar lætur sínar sálarkrumpur bitna á blásaklausu barni. Ótrúlega tjáningarheft fólk. Mig langaði að berja það allt með teppabankara.

Það versta sem þú getur gert nákominni manneskju er að láta eins og hún sé ekki til. Skilaboðin eru: mér er sama um þig og hvernig þér líður.

Engin ummæli: