...þar sem fjöldinn var einn, kemur hér uppskriftin að Elvis-pelvis:
u.þ.b. kíló "butt pork roast"
olía til steikingar
1 dós tómatsósa (eða hakkaðir tómatar í dós)
1/4 bolli eplaedik
1/4 bolli Worcestershire sósa
1/4 bolli púðursykur (má vera aðeins meira, fer eftir hvað edikið er sterkt)
salt og pipar
1/2 tsk sellerífræ (ég notaði sellerísalt og sleppti þessu)
1/2 tsk chiliduft
smá slurkur af sterkri sósu (red hot pepper sauce)
Stingið offorslega í pöruna með beittum hníf (veitir holla útrás). Brúnið ketið á öllum hliðum. Setjið allt sem á að fara í sósuna í pott/pönnu og látið suðuna koma upp. Ágætt að setja kjötið og sósuna svo í svartan pottofn eða hvað það nú heitir og hægelda í ofni í a.m.k. 2 tíma, eða þar til kjötið er alveg meyrt. Það þarf að ausa yfir Elvis af og til. Látið kjötið standa í 10 mínútur áður en þið skerið það niður.
Ég hef gert þetta áður og þá tók ég pöruna af fyrir eldun, ég er ekki frá því að það sé betra. Það kemur mikil fita af pörunni og hún er ekkert góð þegar hún er elduð á þennan hátt, verður bara gúmmí. Ólseiga Elvishúð vill enginn snæða.
Með þessu er borið fram franskbrauð, kartöflu-sætkartöflustappa og "cole slaw" (hvítkál, gulrætur, mæjó, sýrður rjómi og ananas). Nauðsynlegt er að drekka pepsi með og leyfa Elvis að raula á fóninum. En það má líka drekka rauðvín eða bjór eða rótarbjór eða mjólk.
Uppskriftina fékk ég hjá Ásdísi Viggósdóttur, sem er mesti aðdáandi kóngsins í öllum heiminum og þótt víðar væri leitað. Takk Ásdís:)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli