sunnudagur, mars 22, 2009

Kókosbollur, klifur og auðvitað Mozart

Þessi helgi er búin að vera alveg hreint óslæm. Fór í partí með gömlum vinnufélögum á föstudaginn, fengum góða gesti í mat í gærkvöld og í dag lágum við Hjálmar í leti í fleti þar til við drifum okkur upp á Helgafell, aðallega í þeim tilgangi að borða kókosbollur. Kókosbollur eru vanmetinn skrínukostur.

Við skötuhjúin komum áðan sæl og glöð af tónleikum í Langholtskirkju, þar hlýddum við á tónlist sem var uppáhalds skúringamússíkkin mín í mörg ár. Requiem Mozarts.

Já, og Ásta dóttir mín vann til fyrstu verðlauna í klifri í dag, bara varð að deila því með ykkur.

Auk þess vil ég leggja þetta til málanna: bankar spankar skítarankar.

Engin ummæli: