Var í erfidrykkju áðan að spjalla við ættingja mína, sem ég sé eiginlega aldrei nema í erfidrykkjum. Hrunið kom til tals og í því samhengi var nefndur einhver í fjölskyldunni sem var nýbúinn að stofna fyrirtæki í byggingabransanum þegar kreppan skall á. Voru menn sammála um að hann hefði verið óheppinn sá. Ég vildi ekki skera mig úr og dæsti gáfulega: Já, það er voða erfitt að tímasetja kreppu þannig að öllum líki.
Annars mátti engu muna að ég færi í vitlausa jarðarför og reyndar lenti bróðir minn í því fyrir misskilning. Vandræðalegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli