miðvikudagur, október 08, 2008

Barnasprengjukynslóðarblús

Verkföll mjólkurfræðinga, biðraðir, vöruskortur, normalbrauð, saxbauti, óðaverðbólga, amrískir kaggar, kalda stríðið, víxlar, þorskastríð, sparimerki, kjarnorkuvá, útvíðar gallabuxur, Dallas, axlapúðar, diskó, permanentkrullur, þjóðarsátt, fótanuddtæki, gróðurhúsaáhrif, Árni Johnsen, útrás, peningakjaftæði, heimskreppa. Svo verður okkur hent í gamalmennasorpkvörn, möluð og borin á tún, þegar við, hrum af elli, getum ekki unnið lengur.

Hversu óheppin getur ein kynslóð verið? Þeir sem lifðu tvær heimsstyrjaldir höfðu þó allavega lekkera tísku og góða tónlist.

Engin ummæli: