laugardagur, apríl 07, 2007

Fugl dagsins er hvítskúraður engill

Fugl gærdagsins var þuslóa.

Fugl dagsins er samviskutittlingur.

Fugl morgundagsins er misfeitur gulur pípuhreinsari með svört lítil augu, gogg og appelsínugula samfasta fætur. Þið vitið hvað ég meina, made in Taiwan.

Er að lesa fína bók, hún heitir Krosstré, eftir Jón Hall Stefánsson. Einnig hef ég verið að horfa (fram á rauða nótt) á býsna skemmtilega þætti sem heita ROME.

Hallast að því að tilfinningaróf mannskepnunnar sé markað minni fjölbreytni en ýmsir aðrir eiginleikar hennar, t.d. útlit og vitræn færni, og hafi lítt breyst frá því við duttum niður úr trjánum.

Engin ummæli: