mánudagur, apríl 16, 2007

Þessi speki kemst fyrir í einni baun

Prinsessan mælir með:
  1. trönuberjasafa
  2. því að kinka kolli framan í leiðinlegt fólk, brosa og dúmpa létt með vísifingri á nefið (þitt eigið)
  3. tónlistinni úr söngleiknum Jesus Christ Superstar (ensku útgáfunni)
  4. jákvæðni
  5. fölu og intressant fólki
  6. því að drekka gott kaffi eða sleppa því ella
  7. ipod í eyrun við tiltekt og gönguferðir
  8. munninum
  9. því að horfa út fyrir túngarðinn af og til
  10. góðsemi, umburðarlyndi, ást og friði

Baunaprinsessan mælir líka með myndinni hans Gvendarbrunns, Tímamót, búin að sjá úr henni snilldarbrot og stefnan tekin á myndina í heild í vikunni. Elskurnar mínar, munum að gleðjast yfir hinu smáa og ekki taka öllu sem fyrir ber sem sjálfsögðum hlut. Brosum framan í lífið.

Engin ummæli: