laugardagur, apríl 14, 2007

Ekki N1?

Hvað eru menn að pæla þegar þeir skíra litlu sætu samsteypuna sína N1?

Olíufurstarnir og bílakallarnir útskýra það svona: Nafnið N1 vísar til þess að við stefnum sífellt lengra og setjum viðskiptavininn og þarfir hans ávallt í fyrsta sæti.

Já, margt geta þeir lesið út úr einum bókstaf og einum tölustaf. Ég les bara "n-einn" eða "n-eitt". Þá get ég sagt "ekki N1 (neitt)" eða "ætla ekki að kaupa bensín hjá N1 (neinum)".

Sá annars þessa ágætu fyrirsögn í Fréttablaðinu í dag "Abbas segir að hann sé á lífi." Hugsanlega flokkast það undir vandaða blaðamennsku að spyrja þessarar hárbeittu spurningar, "ertu á lífi?" og síðan væntanlega "má ég hafa það eftir þér?".

Engin ummæli: