
Eitt vakti furðu mína. Tíu hljómsveitir tróðu upp í kvöld, 3-4 krakkar í hverju bandi, sumsé 30-40 manns. Hvað haldið þið að hafi verið margar stelpur þarna?
Þrjár.
Maður veltir fyrir sér hver útdeili sjálfstrausti meðal ungs fólks á tónlistarbraut. Sá gefur lítið fyrir ályktanir jafnréttisráðs.
Spes. En allavega. Hljómsveit sonar míns komst áfram, klapp klapp.
1 ummæli:
til gamans má samt geta að þetta ár unnu Samaris sem inniheldur tvær stelpur (af þremur meðlimum) og hefur þessi hljómsveit notið þónokkurrar velgengni
Skrifa ummæli