þriðjudagur, september 08, 2009

Bakkelsisblús

Hjónabandssæla er kjánalegt nafn á köku, en gæti verið verra (t.d. ef maður sleppti öðru essinu). Ég bakaði hjónabandssælu í kvöld. Hún brann. Ætlaði að færa fyrrverandi vinnufélögum mínum sæluna á morgun í kveðjuskyni, en hef mig ómögulega í að baka aðra. Hver nennir að baka sömu kökuna tvisvar sinnum?

Einu sinni fékk ég uppskrift að hjónabandssælu frá konu sem skildi við mann sinn tveimur vikum síðar. Þrátt fyrir að hafa aldrei þorað að nota þá uppskrift skildi ég líka einn góðan veðurdag.

Af þessu má draga þann lærdóm að hjónabandssæla er hafrakaka með rabbarbarasultu.

Engin ummæli: