sunnudagur, maí 20, 2007

Pönnukökur með sykri og sjálfsvorkunn


Bakið hefðbundnar pönnukökur, berið fram sjóðheitar. Yfir hverja pönnuköku stráið þið sykri (magn í réttu hlutfalli við sjálfsvorkunn). Kreistið sítrónu- og appelsínusafa yfir sykurlagið og þar á ofan skóflið þið papæja í smekklegar hrúgur. Brjótið og njótið.

Engin ummæli: