föstudagur, maí 04, 2007

Nútíminn er gull og glóir á tungu

Gullkorn (ef ekki hreinlega gullaldarmál) af ónefndri netsíðu, þar sem fjallað er um ýmis málefni sem eiga sérstaklega að höfða til kvenna:

Um notkun varalits:

Bara svona til að láta ykkur vita er rauður varalitur stór skuldbinding við snyrtiveskið þannig að geymdu með að nota rauða litinn þangað til þú ert á tilefnum þegar þú hefur nægan tíma til að laga hann reglulega.

Um sagnalist:

Ég verð meiri líflegri og aðlaðandi sögusegjari þegar einhver sem mér finnst aðlaðandi er að hlusta.

Um nudd:

Krjúptu á stól og hafðu fæturnar á lærum þér. Bleyttu fæturnar og strjúktu létt svampinum með sturtusápunni í á milli tánna. Þvoðu síðan og nuddaðu fæturna og ökkla með svampinum löðrandi í sturtusápu. Byrjaðu á ristinni, síðan tærnar og endaðu á iljunum. Notaðu þéttingsföst handtök ef henni/honum kitlar (ef hún/hann er mjög kitlin(n) notarðu hendurnar og heldur fast um fæturnar) (sic)

Um gildi þess að einfalda hlutina:

Til þess að einfalda hlutina tala ég almennt um kolvetni, prótein og fitu en útskýri ekki hvað einföld eða flókin kolvetni eru eða hörð og mjúk fita. Ég ákvað því að skrifa grein um einföld og flókin kolvetni og harða og mjúka fitu á einfaldan hátt.

Engin ummæli: