miðvikudagur, september 13, 2006

Templeit tenglatjáning


Tenglarunan mín er önnur vídd. Á mörgum bloggsíðum er tenglum raðað eftir augljósu kerfi, t.d. stafrófsröð, orðbreidd, uppáhaldsbloggarinn-minn efst (þessi-sem-ég-nenni-aldrei-að-lesa-en-verð-að-hafa-með-afþví-Gaujafrænka-er-lögga neðst), öfugri stafrófsröð, BMI stuðli bloggara, nýjastir efst/neðst eða sjónrænu mynstri (t.d. feitt í miðju, mjótt til enda). Svo nokkur dæmi séu tekin. Mínir tenglar ráða sér hins vegar sjálfir. Þegar ég fell í templates trans, færir undirmeðvitundin til í röðinni. Þið haldið að það fari eftir einhverju sem hægt er að skilja en það er misskilningur. Tenglarnir tala til undirbaunarinnar og koma fram vilja sínum. Alveg sérstakt samband.

Reynið ekki að skilja þetta.

Engin ummæli: