mánudagur, september 04, 2006

Niðurstaða helgarinnar

Baun er meiri búkona en barkona.

Búin að tína ber, búa til saft, hlaup og sultu. Nú á ég rifsberjahlaup, sólberjahlaup, krækiberjasaft, krækiberjahlaup og bláberjasultu. Stökk út í gærkvöld að kaupa límmiða á krukkurnar, klædd stuttermabol, berleggjuð í pilsi og opnum skóm. Það var glápt á mig í bókabúðinni, en því er ég vön (maður er svo fallegur). Fattaði þegar ég kom heim að ég var öll í rauðum slettum eftir árás krækiberjanna þegar hakkavélin datt ofaní skál fulla af saft. Oh, well.

Engin ummæli: