mánudagur, maí 08, 2006

Sunnudagsbaunarblúskeppnin - framhald

Dúndrandi fín viðbrögð við sunnudagsblúskeppninni. Úrslit verða tilkynnt á fimmtudaginn. Það má skila inn þangað til, leggið nú hausinn í bleyti (í vökva að eigin vali).

Til að forðast misskilning, þá er ég ekki beint einmana þegar börnin fara til pabba síns, þetta er meira eins og instant tómleiki. Og ég er ekki að kvarta yfir neinu, því ég er fádæma lánsöm kona. Veit líka að börnin eru í góðum höndum þessa viku sem ég sé þau ekki. En þetta er gríðarleg breyting á lífstaktinum, að vera með börnin sín bara aðra hverja viku. Og ekki nema hálft ár síðan ég skildi (eftir 22 ára hjónaband). Hvort sem þið eigið börn eða ekki, þá hljótið þið að geta ímyndað ykkur hversu stór breyting það er í lífinu. Góður vinur minn (fráskilinn) benti mér á að vera alltaf með eitthvað undirbúið daginn sem börnin fara til fyrrverandi. Það er einmitt annar hver sunnudagur, og ég hef ekki verið nógu dugleg að plana áhugaverða hluti síðdegis á sunnudögum. Tillögur ykkar geta pottþétt hjálpað mér að sjá eitthvað skemmtilegt við sunnudaga:)

Ef þið eruð feimin að kommenta hér, þá megið þið senda póst á elisabetar@simnet.is

Svo langar mig að óska henni Steinunni eðalfrænku minni hjartanlega til hamingju með afmælið (vona að hún lesi ekki að sonur hennar, nýfermdur, skilaði inn tillögu í keppni þar sem verðlaunin eru áfengi. Sussususss!)

Engin ummæli: