föstudagur, maí 19, 2006

Nú er sumar

og þá drekk ég stundum hvítvín. Langar að mæla með Franck Millet - Sancerre (2004). Yndislegt vín. Eðalfranskt.

(Þessi vínauglýsing kemur örugglega til með að gleðja frænku mína Miss Templar-Jones).

Og ég er ekkert súr yfir júróvisjón. Dáist að því hversu kjörkuð Ágústa er, að hafa haldið út/i svona erfiða/ri manneskju eins og Silvíu Nótt (og dag).

Hef einlæga samúð með fólki sem hefur húmor sem enginn fattar. Þetta er alltaf að koma fyrir mig.

Engin ummæli: