fimmtudagur, júlí 21, 2005

Var að mygla...

fyrir framan skjáinn í vinnunni, stóð upp smástund og fór út á svalir (já, ég er með einkasvalir, já, ég er afar mikilvæg persóna). Er á annarri hæð og varð vitni að eftirfarandi á stéttinni beint fyrir neðan.

Ung aðstoðarstúlka í skærgulum bol ýtir gráhærðum manni í hjólastól á undan sér í veðurblíðunni. Það er létt yfir þeim, þau spjalla saman og hlæja. Þetta litla brot heyri ég úr samtalinu:

Ung stúlka: Hvernig var hárið á þér á litinn?
Maður í hjólastól: Ég var alveg dökkhærður, nema skeggið á mér var eldrautt. Og punghárin.
Ung stúlka: Já, var það?

Þau eru komin úr heyrnarfæri á þessu stigi, ég greini ekki orðaskil lengur. Það verður að segja stúlkunni til hróss að hún hélt alveg kúlinu, enda þeim ekki fisjað saman sem vinna á hælinu í Mosó.

Engin ummæli: