mánudagur, júlí 11, 2005

Sendi síðhærðan..

10 ára son minn í klippingu í morgun, með tvöþúsund kall í vasanum. Sagði að hann réði alveg sjálfur hvernig hann léti klippa sig, mætti koma til baka með hanakamb mín vegna.

Peyinn sneri við skömmu síðar með bros á vör og nákvæmlega eins hár og þegar hann lagði af stað - en 1800 krónum fátækari. Kom í ljós að hann var bara ánægður með síða hárið eins og það var, en lét þó klipparann "aðeins snyrta endana". Ég rýndi í hárlubbann og fannst ég hafa fengið soldið lítið fyrir peninginn en hreyfði engum andmælum. Mér er nær að aðhyllast svona losaralega uppeldisstefnu.

Engin ummæli: