sunnudagur, apríl 10, 2005

Bakaði...

gulrótartertu og súkkulaðiköku í dag. Fór líka í heimsókn til Möggu vinkonu minnar. Var að skila af mér dóttur hennar, Álfheiði Eddu, sem gisti hjá okkur. Edda og Hjalti eru góðir vinir alveg eins og Tumi, bróðir Eddu, og Matti minn eru góðir vinir. Afar hentugt. Svo kíkti ég á gamla settið í Garðabænum og færði þeim smá heimabakstur. Þau voru að fá rosa flotta kaffivél sem hvæsir og frussar og freyðir mjólk og býr til dúndur kaffi. Nú geta þau stofnað kaffihús, þ.e. þegar mamma er búin að læra aðeins betur á græjuna (og hættir t.d. að henda síunni með kaffikorgnum í ruslið).

Engin ummæli: