föstudagur, ágúst 05, 2011

*Knúz*

Fyrir nokkrum árum nefndi ég hann riddara rafgötunnar, þennan mann sem bjargaði ókunnugri miðaldra dömu í tæknilegum bloggvandræðum. Óumbeðinn rétti hann mér hjálparhönd, þá og svo oft síðar.

Í riti gat hann verið óttalegur strigakjaftur, þar sem hann barðist gegn kynjamisrétti, heimsku og ofbeldi. Í reynd var hann ljúfmenni með óborganlegan húmor og ríka réttlætiskennd.

Það er ekkert rafrænt við sorgina og söknuðinn sem ég ber.

Far vel, vinur.

Engin ummæli: