mánudagur, júní 05, 2006

Ég er hýr og ég er rjóð, baun er komin heim...

Komin heim, gvuðisélof. Kuldinn hér er miklu miklu þægilegri en kuldinn úti. Það fraus af mér rassinn í Tékkó. Hér koma nokkrar strípur (highlights) og vangaveltur úr ferðinni:

- Komst að því að skemmtilegasta manneskjan í ferðinni var engin önnur en Ingibjörg úr "BG og Ingibjörg" (góða nótt minn litli ljúfur).
- Bað á veitingastað um reikninginn með orðunum "Check please" (þjónninn ráðvillt en vonglatt spurningarmerki í framan).
- Herbergið á "þriggja stjörnu fjallahótelinu" minnti mig sterklega á yfirheyrsluherbergi KGB eða fangaklefa. Maður velti fyrir sér hvaðan stjörnurnar komu.
- Tékkar kunna tékknesku, rússnesku og þýsku. Ekki ensku.
- Prag er skemmtileg borg. Mig langar aftur - en þá verður að vera hlýrra.
- Ég er óveðurskráka.
- Betlarar í Prag liggja hreyfingarlausir á grúfu, í "bænastellingu". Mér fannst það óhuggulegt.
- Komst að því að lífið er mun flóknara en ég hélt. Agalegt.
- Leiðsögumaðurinn okkar var alltaf að afsaka veðrið. Leiðsögumenn hér á landi hljóta skv. þessu að hafa nóg á samviskunni.
- Borðaði á afgönskum veitingastað (afgöngskum - afgangar?), sem var skemmtilegt því ég var að lesa bókina Flugdrekahlauparinn (sem gerist a.m.l. í Afganistan). Frábær bók, Héðinn mælti með henni - takk félagi:)
- Tékkneski bjórinn er bara...bestur.

Engin ummæli: