laugardagur, október 15, 2005

Húsmæðraorlof.

Í dag fer ég í húsmæðraorlof. Við tökum okkur slíkt orlof einu sinni á ári nokkrar gamlar skólasystur úr menntaskóla. Förum venjulega í sumarbústað, göngum hressilega, eldum, drekkum og spjöllum fram á nótt. Í ár förum við í Kópavoginn, sem sagt út á land að venju. Ein okkar á nebbla hús og heitan pott í þessu ágæta bæjarfélagi þar sem er "gott að búa". Ég hlakka til að hitta vinkonur mínar. Við breytumst allar í flissandi skólastúlkur þegar við komum saman og eiginlega erum við langt frá því húsmæðralegar á svona samkundum, fjarri öllum köllum og krökkum. Erum bara stelpur.

Engin ummæli: