mánudagur, ágúst 29, 2005

Nammi namm.

Sólkoli er snilldarfiskur. Keypti slíkan furðufisk hjá Fylgifiskum, steikti eftir leiðbeiningum brosmilds afgreiðslumanns; bakaði Betubrauð og bar þetta fram með hrísgrjónum og salati (beint frá bóndanum á Reykjum). Toppmáltíð. Mér fannst roðið best....stökkt og gómsætt. Börnin mín átu þetta m.a.s. með þokkalegri lyst, en þau eru svo matgrönn að mér hefur stundum dottið í hug að þau ljóstillífi. Sumsé. Prófið sólkola og fáið uppskrift að Betubaunabrauði hjá mér. Bara nefna það elsku vinir og vandamenn nær og fjær.

Engin ummæli: